Skilmálar
Afhending vöru:
Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun.
Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband og
tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.
Öllum pöntunum dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.
6ixty6ix ehf ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.
Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá 6ixty6ix ehf til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Verð á vöru og sendingakostnaður
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram.
Að senda með Póstinum:
Viðskiptavinur greiðir gjald samkv. verðskrá Póstsins. Verðið reiknast í sendingarmáta þegar gengið er frá greiðslu.
Hægt er að velja um það hvort varan/vörurnar séu sóttar í Póstbox, sóttar á Pósthús eða keyrðar heim að dyrum.
Verð reiknast út frá þyngd sendingar.
Að skipta og skila vöru
veittur 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.
Gölluð vara
Sé varan gölluð eða kaupandi á einhvern hátt óánægður með kaupin hvetjum við kaupanda til að hafa samband við okkur svo við getum leyst málið í sameiningu.
Við greiðum allan kostnað sem gæti komið upp við sendingu.
Útsölur og vöruskil:
Skilaréttur gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu.
Upplýsingar viðskiptavina
Við pöntun fyllir kaupandi út upplýsingar s.s.nafn, tölvupóstfang og heimilisfang. Við pöntun samþykkir kaupandinn að þessar upplýsingar fari í viðskiptavinagagnagrunn okkar. Þessar upplýsingar eru trúnaðarmál og þær verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.
Upplýsingar um fyrirtækið/söluaðilann
6ixty6ix ehf
Kennitala: 590209-0310
VSK númer: 139247
Heimilisfang: Leirdalur 19
Tölvupóstur: aronomars@gmail.com
Sími: 8458660
6ixty6ix ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.