Um fyrirtækið

Aron Ómarsson heiti ég og er eigandi 6ixty6ix ehf. Ég hef komið víða við á íþróttasviði í gegnum tíðina, er margfaldur íslandsmeistari á torfæruhjólum, hef unnið þrekmótaröðina og keppt á íslandsmótinu í CrossFit. Ég hef verið afreksíþróttamaður frá ungaaldri, verið fyrirliði íslenska landsliðsins í Motocross og keppt í erfiðustu keppni í heimi á torfæruhjólum. Í gegnum tíðina hef ég aldrei auglýst neitt sem íþróttamaður sem ég hef ekki trú á, og hefur það sést best á styrktaraðilum mínum sem hafa alltaf verið TOPP merki og verið þeir bestu á sínu sviði í heiminum. Því er ég stoltur söluaðili RynoPower vörumerkisins því ég tel þetta vera þau bestu og heilsusamlegustu fæðubót sem völ er á.